Skólagjöld skólaárið 2022-2023
Skólagjöld eru ákveðin fyrir hvert skólaár í senn. Skólaárið í grunn- og meistaranámi, háskólagátt og endurmenntun hefst um mánaðamótin júlí/ágúst. Skólagjöld eru að jafnaði lánshæf hjá Menntasjóði námsmanna.
Ákvörðun um breytingu skólagjalda á milli ára er tekin af stjórn háskólans með hliðsjón af áætluðum breytingum á launakostnaði og verðlagi. Skólagjöld eru ákvörðuð við gerð fjárhagsáætlunar háskólans fyrir komandi skólaár og eru kynnt samhliða. Breytingar taka gildi á komandi haustönn.
Innheimtufulltrúi er Elín Davíðsdóttir og hafa má samband við hana gegnum netfangið innheimta@bifrost.is.
Háskólagátt
Verð á einingu í háskólagátt kr. 3.500 og er verðið á 5 eininga áfangi því kr. 17.500. Við samþykkt umsóknar greiðir nemandi hluta skráningargjalda, eða kr. 35.000 í staðfestingargjald, sem jafngildir verði fyrir 10 einingar. Þegar frestur til að skrá sig úr námskeiðum hefur runnið út fær nemandi sendan greiðsluseðil fyrir þeim einingum sem eftir standa.
Grunnnám
Skólagjöld fyrir grunnnám eru innheimt fyrir einingaþrep innan annar.
Innritunar- og staðfestingargjald er kr. 127.000 og dregst frá skólagjöldum.
Einingar á önn |
Skólagjöld |
1 - 8 einingar |
156.000 kr. |
9 - 16 einingar |
194.000 kr. |
17 - 22 einingar |
235.000 kr. |
23 > einingar |
313.000 kr. |
Meistaranám
Skólagjöld í meistaranámi eru innheimt fyrir hverja skráða einingu.
Skólagjöld í félagsvísindadeild, lagadeild og viðskiptadeild eru 24.844 kr. á einingu.
Innritunar- og staðfestingargjald er 127.000 kr. og dregst frá skólagjöldum.
Úrbótapróf
Gjald fyrir hvert úrbótapróf er kr. 10.000. Greiða þarf gjaldið minnst 2 virkum dögum fyrir áætlaðan prófadag.