Diplóma í fyrirtækjalögfræði er 30 ECTS eininga nám, hið eina sinnar tegundar á Íslandi. Námið skapar nemendum sérstöðu á atvinnumarkaðnum og er frábær námsleið fyrir fólk sem vill afla sér hagnýtrar menntunar í viðskiptatengdum greinum lögfræðinnar, án þess að fara í fullt háskólanám.
Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í fræðilegum og hagnýtum þáttum sem snúa að lagalegum þáttum viðskipta- og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Nemendur taka námskeið sem sérsniðin eru að þörfum atvinnumarkaðarins og snúa að lögfræðilegri hlið í rekstri fyrirtækja og skattlagningu, vinnurétti og samningagerð. Þannig nýtist námið hvort heldur sem er innan fyrirtækja, á fjármálamarkaði eða hjá hinu opinbera.
Á erlendum vettvangi hefur fyrirtækjalögfræði notið sívaxandi vinsælda og hafa námskeið fyrirtækjalögfræðinnar verið sérvalin með þetta að leiðarljósi.
-
Lærðu heima
Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi á þínum forsendum. Áhersla er lögð á einstaklingsbundna nálgun og námsumhverfi er stafrænt og sveigjanlegt. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. Nánar um námið við Háskólann á Bifröst
-
Inntökuskilyrði
Sömu inntökuskilyrði gilda um þetta diplómanám og meistaranám. Inntökuskilyrði í meistaranám er grunnháskólagráða (bakkalár), eða sambærileg menntun af hæfniþrepi 1.2, sem að jafnaði hefur verið lokið með fyrstu einkunn (>7,25) eða jafngildi þess. Nemendur sem ekki hafa grunngráðu í lögfræði þurfa að taka námskeiðið Inngangur að lögfræði áður eða samhliða diplómanáminu. Þeir sem hafa grunn í lögfræði taka valnámskeið í staðinn.
-
Fyrirkomulag námsins
Diplómanám er tilvalið fyrir þá sem vilja bæta við sig sérhæfðri þekkingu án þess að fara í fullt háskólanám. Það er tveggja til þriggja anna, 30 ECTS nám og hentar vel samhliða vinnu eða öðrum verkefnum.
Þá er í boði að bæta við sig 30 ECTS valnámskeiðum og ljúka þannig 60 ECTS diplómu. Nemendur geta þannig lagt aukna áherslu á ákveðið svið lögfræðinnar.
-
Nám á Bifröst
Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk.
Hverri önn við Háskólann á Bifröst er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins.
Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem nemendur hitta kennara og samnemendur og taka þátt í umræðum og hópverkefnum. Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefnin eru gjarnan nefnd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda fyrir vinnumarkað að námi loknu. Nánar um námið á Bifröst
-
Umsóknarfrestur
Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.
Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.