Stjórnsýsluréttur 1
Í námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði stjórnsýsluréttar, helstu verkefni stjórnvalda og stöðu réttarsviðsins innan opinbers réttar m.a. með hliðsjón af stjórnskipunarrétti. Fjallað er um helstu hugtök og meginreglur stjórnsýsluréttar, réttarheimildir og lögskýringar í stjórnsýslumálum, uppbyggingu stjórnsýslukerfisins og valdmörk stjórnvalda. Vikið er að tilurð, gildissviði og túlkun stjórnsýslulaganna nr. 37/1993 og ferli stjórnsýslumáls. Sérstaklega er gerð grein fyrir aðild að stjórnsýslumáli og hugtakinu stjórnvaldsákvörðun. Farið er ítarlega yfir málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga og feril stjórnsýslumáls með tilliti til þessara reglna. Loks er stuttlega fjallað um upplýsingalögin nr. 140/2012 og vinnslu persónuupplýsinga við meðferð stjórnsýslumála. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á réttarreglunum sem gilda um framangreinda þætti og jafnframt að þeir geti beitt viðurkenndri lagalegri aðferð til úrlausnar á raunhæfum lögfræðilegum álitamálum sem varða uppbyggingu og skipulag stjórnsýslukerfisins annars vegar og hefðbundna meðferð stjórnsýslumála hins vegar.
Fyrir hverja, þátttökugjald og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu á grundvallaratriðum stjórnsýsluréttar.
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Námskeiðið veitir 6 einingar á grunnnámsstigi.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur. Kennsla hefst 6. janúar 2025 og stendur til 14. febrúar 2025. Námsmat fer fram dagana 17. - 21. febrúar 2025. Staðlota er 23. - 26. janúar.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Petra Baumruk
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2025.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.