Kröfuréttur
Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök, réttarheimildir og grundvallareglur hins almenna hluta kröfuréttar. Fjallað er um reglur um stofnun og lögvernd kröfuréttinda sem og um áhættuskipti. Áhersla er lögð á umfjöllun um efndir kröfu, s.s. um greiðslustað og greiðslutíma, auk umfjöllunar um helstu tegundir vanefnda, það er greiðsludrátt, galla og réttarágalla. Þá verða aðilaskipti að kröfuréttindum tekin til skoðunar og megininntak reglna um viðskiptabréf. Loks er vikið að réttaráhrifum vanefnda, vanefndar úrræðum og lokum kröfuréttinda. Við yfirferð námsefnis verður vísað til dóma og raunhæfra álitaefna til frekari skilningsauka. Þáttakendur skulu vera undirbúnir fyrir fyrirlestra og verkefnatíma og geta tjáð sig um efni sem tekið er fyrir hverju sinni. Á námskeiðinu munu þáttakendur vinna að ýmsum verkefnum tengdum námsefni, m.a. reifunum dóma og lausn raunhæfra verkefna.
Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar
Námskeiðið hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína á kröfurétti.
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í fjórtán vikur. Kennsla hefst 6. janúar 2025 og stendur til 4. apríl 2025. Námsmat fer fram dagana 6.-12. apríl 2025.
Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Unnar Steinn Bjarndal Björnsson.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2025.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.