Gæðamál og þjónusta
Í námskeiðinu er fjallað um helstu aðferðir við stjórnun og hvatningu starfsmanna í þjónustufyrirtækjum og tengsl umbunar (sálrænnar hvatningar og fjárhagslegrar) við starfsánægju og ánægju viðskiptavina. Árangurskeðja þjónustu verður kynnt (e. Service profit-chain) ásamt öðrum mikilvægum líkönum sem tengjast ferlum og gæðum þjónustu. Helstu aðferðir sem hafa reynst árangursríkar við gæðaeftirlit í þjónustufyrirtækjum verða kynntar ásamt því að rædd verða tengsl mælinga árangurs og þjónustu.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja auka færni sína í gæðaeftirlit í þjónustufyrirtækjum að beita aðferðum upplýsingatækni við líkanagerð og ákvarðanatöku á sviði birgða-, vöru- og rekstrarstjórnunar.
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2025.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 6. janúar 2025 og stendur til 14. febrúar 2025. Ein fjögurra stunda staðlota verður haldin í Borgarnesi á tímabilinu 23.-26. janúar 2025 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 17.-21. febrúar 2025.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Bárður Örn Gunnarsson og Einar Svansson
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2025.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.