Fjármálamarkaðsréttur 1
Regluverk á fjármálamarkaði verður sífellt flóknara og snertir störf lögfræðinga og annarra sérfræðinga í síauknum mæli hvort sem um er að ræða störf í fjármálafyrirtækjum, ráðgjafafyrirtækjum, lögmannsstofum eða í opinberum rekstri.
Í námskeiðinu er fjallað um lagaumhverfi á fjármálamarkaði og helstu flokka fjármálafyrirtækja með áherslu á viðskiptabanka. Fjallað er um eftirlit á fjármálamarkaði og starfsemi fjármálafyrirtækja yfir landamæri. Hvernig öðlast fjármálafyrirtæki starfsleyfi? Eru aðgangshindranir fyrir nýja aðila sem vilja bjóða upp á fjármálaþjónustu? Leitað verður svara við spurningum um neytendavernd á fjármálamörkuðum; hver er vernd innlánshafa og fjárfesta og hver ætti hún að vera? Í síðari hluta námskeiðsins verður fjallað sérstaklega um þrjú afmörkuð svið fjármálamarkaðsréttar. (1) Fjallað verður um sjálfbærnisjónarmið í rekstri fjármálafyrirtækja sérstaklega hvað varðar löggjöf sem tengist umhverfismálum. (2) Fjallað verður um rafeyrisfyrirtæki og þróun í fjártækni. (3) Loks verður fjallað um regluverk um peningaþvætti.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast skilning á lagaumhverfi á fjármálamarkaði
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur. Kennsla hefst 6. janúar 2025 og stendur til 14. febrúar 2025. Námsmat fer fram dagana 17. - 21. febrúar 2025. Staðlota er 30. janúar - 2. febrúar.
Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í meistaranámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.
Kennarar
Kennarar námskeiðsins eru Elín H Jónsdóttir og Erna Sigurðardóttir
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2025.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.