Almannatengsl - samtal við umhverfið
Námskeiðið leggur grunn að skilningi á samskiptastefnu og þætti almannatengsla í samskiptum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka við viðskiptavini, birgja, samstarfsaðila, stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila. Fjallað verður um undirstöðuatriði um miðlun upplýsinga og almannatengsl og kynntar hugmyndir um hagsmunaaðila, samskiptaáætlanir og mismunandi miðlunarleiðir fyrir ólík markmið og ólíka markhópa. Lykilhugtök eru traust og orðspor og skulu verkefni nemenda auka færni þeirra og hæfni til að greina og skilja hvernig bein og óbein samskipti í gegnum ólíka miðla hefur áhrif á traust til aðila og orðspor þeirra.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast undirstöðuhugmyndir um miðlun upplýsinga, opinber samskipti og almannatengsl.
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi og stendur yfir í sjö vikur. Kennsla hefst 6. janúar 2025 og stendur til 14. febrúar. Um fjögra stunda staðlota verður haldin á tímabilinu 23.-26. janúar en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 17.-21. febrúar 2025.
Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Andrea Guðmundsdóttir
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2025.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.