Sérfræðingur óskast við RSSG 30. ágúst 2024

Sérfræðingur óskast við RSSG

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) leitar að drífandi og áreiðanlegum sérfræðingi í tímabundið starf. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á rannsóknum á sviði menningar og skapandi greina og þekkingu á atvinnuveginum ásamt þverfaglegu samstarfi.

Rannsóknasetrið hóf starfsemi í október 2023, en að því standa Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Í stjórn setursins sitja einnig fulltrúar menningar- og viðskiptaráðuneytis og Samtaka skapandi greina.

Nánari upplýsingar fyrir umsækjendur eru á vefmiðlinum alfred.is - þar sem einnig er sótt um starfið

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta