Útskriftarhátíð Háskólans á Bifröst 12. júní 2024

Útskriftarhátíð Háskólans á Bifröst

Útskriftarhátíð Háskólans á Bifröst verður í Hjálmakletti í Borgarnesi, laugardaginn 15. júní, kl. 10:00 til 12:00.

Alls munu 108 nemendur útskrifast á hátíðinni, þar af 49 á meistarastigi.  Ef litið er til einstakra deilda háskólans, þá verður samtals 61 nemandi brautskráður úr viðskiptadeild, 10 úr lagadeild og 19 úr félagsvísindadeild. Þá útskrifast jafnframt 18 nemendur úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Hátíðardagskráin er með áþekku sniði og áður. Framkvæmdastýra kennslu og þjónustu, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, setur háskólahátíðina og að því búnu ávarpar Margrét Jónsdóttir Njarðvík útskriftarefni. Enn fremur flytja nemendur f.h. bæði grunnnema og meistaranema ávörp og afhent verða verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur.

Þá flytur söng- og tónlistarkonan geðþekka, Soffía Björg Óðinsdóttir, valin sönglög í upphafi dagskrár og á milli atriða. Í tilefni dagsins verður viðstöddum síðan boðnar léttar veitingar að útskrift lokinni.

Unnt verður að fylgjast með útskriftarhátíðinni í beinu streymi hér á háskólavefnum og á FB síðu háskólans.

Sjá dagskrá útskriftarhátíðarinnar

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta