Áfallastjórnun og öryggisfræði 11. júní 2024

Áfallastjórnun og öryggisfræði

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti félagsvísindadeildar og Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent og fagstjóri við Háskólann á Bifröst, fjölluðu í nýlegri Morgunblaðsgrein (10. júní 2024) um þá ríku samfélagslegu þörf sem er fyrir nám í áfallastjórnun, öryggisfræðum og almannavörnum á háskólastigi, en áhugi á slíku námi hefur farið vaxandi. 

Grein þeirra kemur í kjölfar aukinnar umræðu um mikilvægi þverfaglegs meistaranáms á fræðasviðum hamfara og náttúruvár, en eins og segir í greininni þá eru góðu fréttirnar í þessu máli þær, að slíkt nám er nú þegar í boði við Háskólann á Bifröst – bæði sem meistaranám og grunnnám.

Er þar um að ræða annars vegar nýhannaða námslínu, öryggisfræði og almannavarnir, sem hefur göngu sína nú í haust og hins vegar meistaranámslínuna áfallastjórnun, sem hefur verið í boði við HB um nokkurra ára skeiði.

Að þessu gefna tilefni sættu Ólína og Ásthildur jafnframt lagi og fögnuðu þeim áhuga og velvild sem finna má í garð þessa nýja námsframboðs við Háskólann á Bifröst. 

Sjá Morgunblaðsgreinina

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta