Ráðstefna um íslenska þjóðfélagið haldin í Háskólanum á Bifröst 10. – 11. maí 9. maí 2018

Ráðstefna um íslenska þjóðfélagið haldin í Háskólanum á Bifröst 10. – 11. maí

Háskólinn á Bifröst verður aðsetur tólftu ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið 10. – 11. maí nk., en ráðstefnan er vettvangur fyrir fræðimenn í öllum greinum hug- og félagsvísinda til að koma á framfæri rannsóknaverkefnum sínum og bera saman bækur sínar við aðra fræðimenn.

Framtíð háskólastarfs á landsbyggðinni er yfirskrift ráðstefnunnar og vísar hún til þess að Háskólinn á Bifröst vill á 100 ára afmælisári sínu hvetja fræðimenn til að huga að þýðingu vísinda- og fræðastarfs á landsbyggðinni fyrir þróun byggðar og mannlífs í landinu.

Það verða 61 fjölbreytt rannsóknarverkefni kynnt á ráðstefnunni í málstofum og fyrirlestrum. Dagskráin hefst þann 10. maí kl. 10.30 með setningarávarpi Vilhjálms Egilssonar rektors Háskólans á Bifröst og stendur til kl. 15.00 þann 11. maí. Meðal umfjöllunarefna rannsóknanna er staðsetning háskóla og menntabil í háskólamenntun, staða kvenna innan háskólasamfélagins, menningarstefna utan höfuðborgarsvæðisins og skólar og borgarar í lýðræðissamfélagi. Einnig má nefna rannsóknir sem snúa að dvöl barna í sveit, vinnumarkaðnum, stjórnendum, ferðaþjónustu, glæpum, ofbeldi, jafnrétti og stjórnmálum. Málstofurnar eru öllum opnar. 

Skráning er í netfangið bifrost@bifrost.is

Dagskrá má nálgast hér