Ferðaþjónustan er í miklum vexti og þarf á vel menntuðu fólki að halda til að taka vel á móti þeim fjölda gesta sem sækir Ísland heim og til að stuðla að nýsköpun í greininni. Háskólinn á Bifröst bregst við þessari brýnu þörf með viðskiptafræðinámi með áherslu á ferðaþjónustu sem er sérhæft nám og sérsniðið að þörfum þeirra sem vilja auka við menntun, þekkingu og hæfni á sviði ferðaþjónustu.
Námið er sérstaklega sniðið að þeim sem starfa eða stefna að því að starfa við ferðaþjónustu. Margir kennarar eru sérfræðingar í ferðaþjónustu og búa að mikilli reynslu, hver á sínu sviði. Námið er 180 ETCS og lýkur með BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu. Að auki verður verður boðið uppá sérhæfingu í formi misserisverkefna (16 ECTS) og lokaritgerðar (14 ECTS).
Sérhæfing kemur fram í eftirfarandi námskeiðum:
Markaðsfræði ferðaþjónustu og afþreyingar
Nýsköpun og stofnun ferðaþjónustufyrirtækis
Ferðaþjónusta og menning
Nám á Bifröst
Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk. Hverri önn er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins. Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðbundin helgarlota, þar sem þú hittir kennara og samnemendur og tekur þátt í umræðum og hópverkefnum.
Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefin eru gjarnan nenfd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda á fyrir vinnumarkaðinn að námi loknu. Nánar um sérstöðu námsins við Háskólann á Bifröst
Námskrá BS í viðskiptafræði
Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðslýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.