BA í byltingafræði

Byltingafræði er ný þverfagleg nálgun á sviði breytingastjórnunar, stjórnmálafræði, samfélagsrýni, menningarfræði, lista, heimspeki og markaðsfræði. Námslínan er fyrir fólk sem vill nota gagnrýna hugsun og þekkingu á samfélaginu til að leiða umbætur og starfa sem stjórnendur og leiðtogar innan fyrirtækja, stofnana eða á öðrum vettvangi. Nám í byltingafræði er einnig góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í hug- og félagsvísindum.

Í byltingafræði fá nemendur markvissa þjálfun í skipulagi verkefna en á sama tíma er lögð áhersla á gagnrýna samfélagskoðun, beitingu kenninga og hæfni í greiningu. Námið er stöðug rannsókn, ferli agaðrar og skapandi hugsunar sem myndar tengingu á milli fræða og raunverulegra verkefna sem unnin eru í samvinnu við grasrót, atvinnulíf og samfélag.

Skipulag náms og kennsluaðferðir

Námið byggir á sjálfræði og sjálfstæði nemenda til að velja viðfangsefni sín og fræðilega nálgun. Kennslan tekur mið af fjölbreyttum leiðum í þekkingarsköpun, glímu við raunhæf verkefni og vinnu við lausn vandamála, en markmiðið er reynsluferli sem stuðlar að þjálfun í agaðri hugsun og vinnulagi. Námið er stöðug rannsókn, ferli agaðrar og skapandi hugsunar, sem myndar tengingu á milli fræða og raunverulegra verkefna sem unnin eru í samvinnu við grasrót, atvinnulíf og samfélag.

BA nám í byltingafræði er 180 ECTS einingar og er hægt að ljúka því á tveimur og hálfu ári (7 önnum). Námskeið á námslínunni falla í eftirtalda flokka: Aðferðir og vinnubrögð (18 ECTS), Breytingar og framtíðarsýn (54 ECTS) og Samfélags-, menningar- og hugmyndagreining (60 ECTS). Náminu lýkur með 14 ECTS eininga BA verkefni.

Námsskrá

Námsskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðslýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.

Námsskrá fyrir BA nám í HHS, byltingafræði og miðlun og almannatengsl, námsskrá 2017 – 2018

Námsskrá fyrir BA nám í HHS, byltingafræði og miðlun og almannatengsl, námsskrá 2016 – 2017

Hér má nálgast námsskrá fyrir BA í byltingafræði, eldri námsskrá

Umsjón yfir námslínu: Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir er forseti félagsvísinda- og lagadeildar, staðgengill hennar er Helga Kristín Auðunsdóttir.

Umsóknarfrestur er 15. júní fyrir haustönn og 13. desember fyrir vorönn

SÆKJA UM

[COMPONENT ItemId="58" runat="server" src="/resources/files/1/c/courses-item-list.ascx" ]