Háskóladagurinn 2025
25. febrúar 2025

Háskóladagurinn 2025

Háskóladagurinn 2025 fer fram laugardaginn 1. mars frá kl. 12:00 til 15:00. Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum, en tilgangur hans er að kynna tilvonandi háskólanemendum og öðrum áhugasömum fjölbreytt námsframboð og námsleiðir sem eru í boði á Íslandi. 

Kynningar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Allir háskólar verða þar með kynningar og uppákomur og gefst gestum tækifæri á að spjalla við nemendur, kennara og annað starfsfólk skólanna og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika. 

Háskóladagurinn fer í kjölfarið á Höfn þann 10. mars, Egilsstaði 11. mars og Akureyri 12.mars.